Til hvers að sækja um aðild að öryggisráði SÞ, þegar við höfum öryggisráð Feminstafélag Íslands

Ekki veit ég hvað öryggisráð Feminstafélags Íslands gerir, en ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvað það gerir endilega gerið það hér fyrir neðan. Ekki veit ég heldur hvernig það tengist jafnrétti að kæra Visa Ísland fyrir það að tengjast kaupum á aðgangi að erlendum klámsíðum. Þessar klámsíður eru löglegar í þeim löndum sem þær eru staðsettar í. Ég er þá með frábæra hugmynd. Víst við Íslendingar getum látið okkur detta í hug að banna viðskipti á síðum sem eru löglegar í sínum heimalöndum, á þá ekki kínverska ríkisstjórnin að krefjast þess af íslenskum stjórnvöldum að ritskoða allt blogg hér á landi þar sem sum orð, eins og frelsi, eru bönnuð þar.
mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf að rannsaka?

Hvað þarf að rannsaka? Er ekki komið fram að það hafi verið eytt myndböndunum, það er ekki eins og það hafi verið gert óvart! Hvað er eðlilegt að eyðileggja myndbönd sem sína yfirheyrslur?
mbl.is Eyðing myndbanda rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru það ekki VG sem vildu herinn burt?

Ég veit að við Íslendingar erum með mjög stutt minni, en voru það ekki VG sem kröfðust þess að Bandaríkjamenn yfirgáfu landið. En það sem þeir gleymdu að átta sig á að þessu rúmlega 800 störf myndu líka fara með þeim. Núna voga þeir sér að gagngrýna ríkisstjórnina fyrir að vera ekki með allt á hreinu varðandi uppbyggingu vallarins. Fólk verður líka að átta sig á því að hæðsta boðið er ekki alltaf það besta, heldur er það hugmyndin bak við tilboðið sem gerir það að góðu tilboði, það er að segja, hvað á að gera við svæðið og hvernig á það að byggjast upp. Ég ætla að leyfa mér að efast um að ríkið hafi selt þessar eignir langt undir verði, en ég verð því miður að vera sammála VG varðandi það að það eigi að skoða þessi mál, þar sem við vorum nú ekki með bestu reynslu af sölu bankanna.
mbl.is Fleiri störf en hjá varnarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuníðingar!

Það er greinilegt að Axel Már Arnarsson sé einhversskonar ökuníðingur þar sem hann er búinn að flakka um bloggsíður sem tengjast þessu máli og segja fólki sem gagnrýnir hraðakstur að þeir séu fávitar, meðal annars í mínu tilfelli. Þetta er einmitt það vandamál sem ég var að ræða um í mínum pistli, fólk áttar sig ekki á því að hraðakstur á Íslandi er stórhættulegur. Margir einmitt benda á afhverju getur þetta ekki verið eins og í Þýskalandi þar sem fólk ekur á flestum svæðum án hraðatakmarkanna. Munurinn á okkur og Þjóðverjum er fyrsta lagi að götur okkar ráða ekki við hraðakstur eins og þýsku Autobahn og í örðu lagi erum við Íslendingar því miður verri bílstjórar. Ég vona að fólk eins og Axel áttar sig á því að hraðakstur drepur áður en það verður of seint.

JAFNRÉTTISFÉLAG ÍSLANDS

Nú hef ég ákveðið að það sé nóg komið í þessum umræðum. Ég hef ákveðið að stofna Jafnréttisfélag Íslands og hvet ég fólk til að skrá sig hér fyrir neðan. Jafnréttisfélag Íslands mun einbeita sér að bæta hag beggja kynja og stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu. Það er tími til kominn að fólk þessa ágæta lands rísi upp á móti þessum umræðum sem eru að eiga sér stað hér og við förum að einbeita okkur að hlutnum sem er mikilvægur. Jafnrétti kynjanna, kvenna og karla. Hættum að reyna fylla krukkuna af smásteinum og förum að gera það sem rétt er.

Tilitsleysi?

Þetta var hryllilegur atburður sem átti sér um daginn þegar ungur drengur lét lífið eftir að bíll keyrði á hann. Ég vill byrja á að votta fjöldskyldu drengsins mína samúð. Þetta er nefnilega ótrúlegt hvernig umræðan er varðandi hraðakstur og takmörkun aksturshraðans. Það er ákveðið fólk sem veit ekki að flest slys verða vegna hraðaksturs og telur að hraðakstur sé minniháttar mál og það sé pirrandi þegar lögreglan setur upp hraðamyndavélar til að mæla fólk keyrandi of hratt. Þetta er ekki erfitt, það eru hraðatakmarkanir til þess að forðast slys eins og þessi. Það er hraðamælir í öllum bílum og ætti því fólk auðveldlega að geta séð hvort það sé að keyra of hratt. Ég birti hér blogg áðan þar sem ég gagngrýndi mann sem keyrði of hratt og var náð mynd af honum. Hérna eru commentin sem ég fékk.

Komon! Hann var á 83. Það þarf að fara að gera eitthvað í öllum þessum myndavélum. Hefur sennilega verið á eðlilegum hraða þegar hann var myndaður fyrst og orðið skiljanlega fúll.
Það er verið að taka hundruðir manna á nokkrum km yfir hámarkshraða. Þetta er fáránlegt ástand.   Einar.

Æi taktu hausinn úr rassgatinu á þér. Jónas

Það er rétt Einar ástandið er fáránlegt. Fólk er sífellt að brjóta hraðatakmarkanir og þetta er því nauðsynleg aðgerð hjá lögreglunni til að minnka hraða á fólki. Myndir þú segja að þetta væri fáránlegt ef þessi sami bílstjóri hefði klesst á barn og það hefði látist? Nei við hefðum bölvað hraðanum. Þetta lýsir því tilitsleysi sem íslenskir ökumenn hafa orðspor á sér og þá þarf maður bara að minnast á slysið á heiðinni þegar bílstjórar voru æfa reiðir yfir því að þurfa bíða á meðan það var verið að koma slösuðu fólki burt úr bílflökunum. Ég held að við þurfum öll að fara líta í okkar eigin barm og fara að hugsa um hversu hratt við ökum, því það breytir því enginn nema við sjálf.


mbl.is Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristni úr skólum!

Það er rétt sem biskup segir að meirihluta þjóðarinnar sé kristinn og ætti því að vera fræðsla um kristni í skólum. En stundar ekki meirihluti barna og unglinga fótbolta? Ættu ekki þá fótboltafélögin líka að fá tíma inn í íslenskt skólakerfi til að kynna sína starfsemi. Eða þá að Sveppi mætti koma og kynna morgunþáttinn sinn þar sem meirihluta barna á Íslandi horfir á hann? Þetta er bara mjög einfalt, ef foreldrar vilja að barnið sitt fáu fræðslu um kristni þá eiga þeir að fara með barnið í messu eða sunnudagsnámskeið hjá kirkjunum. Mér finnst að það mætti sleppa biblíusögukennslunni, þar sem við erum víst að hríðfalla í einkunnum samkvæmt pisa rannsókninni. Látum börnin frekar læra að lesa heldur en að hlusta á dæmisögur.
mbl.is Krefjast afsökunarbeiðni frá biskupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að rasskella þessa lífeyrissjóði!

Mér finnst eitt alveg magnað í íslensku samfélagi er það að við erum skyldug til að leggja í lífeyrissjóð. Er lífeyrissjóðurinn er ekki skyldugur til neins? Hvernig væri að setja lög um að bannað skerða bætur? Ef við eigum að vera skyldug að borga í lífeyrissjóð í stað þess að fjárfesta þessum peningum sjálf með oftast mun hærri ávöxtun þá finnst mér að lífeyrissjóðir eigi að vera með lögbundna lágmarksávöxtun á ári.


mbl.is Gleðileg jól fyrir 29 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Hamingju!

Ég vil bara óska þér Yrsa innilega til hamingju með þennann frábæra árangur.
mbl.is Bók Yrsu á þýskan metsölulista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerum við þetta ekki?

Mér finnst það nú ansi fyndið að þegar Íslendingum er meinaður aðgangur inn í önnur ríki þá lendir það inná Alþingi og virðist vera stórmál, en þegar við Íslendingar ætlum að gera þetta við útlendinga sem koma hingað til lands Þá eru við bara að gæta landsins okkar ( Samkvæmt tillögum Frjálslyndaflokksins). Mér þætti þá gaman að vita hvort ef við Íslendingar gerum þetta ættu þá ekki önnur ríki að gera þetta við Íslendinga og meina þeim inngöngu inn í lönd sín ef við erum með sakaskrá? Ég held að við myndum vera snögg að hætta þessu.
mbl.is Bönnuð landganga vegna gamalla dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 302

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband