Málfrelsi

Ég er nú búinn að lesa bloggið hérna um þetta mál og finnst mér umræðan aðeins að fara í rugl. Það að túlka textann sem hótun um kynferðislegt ofbeldi er hugarástand hvers og eins, fólk hefur þann rétt að túlka þennan texta eins og það vill en ég held að það lýsi þá frekar því sjúka hugarástandi sem það fólk er í. Að sjálfsögðu er þessi texti ekki við hæfi og svolítið harðorður en ég tel að þetta sé ansi dæmigert varðandi þá umræðu sem skapast þegar feministar eru gagngrýndir. Þeir mega segja sínar skoðanir, en þegar fólk er mótfallið þeirra skoðunum þá eru þeir annað hvort karlrembur eða eins og í þessu tilviki hótun um kynferðislegt ofbeldi. Málfrelsi er það eitt af þeim dýrmætustu réttundum okkar.
mbl.is Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olía, Olía og já meiri Olía

Bandaríkjamenn eru þrjóskir andskotar. Þeir ætla bara ekki að hætta að reyna koma höndum á alla olíu mið-austurlanda. Alltaf þegar fréttir koma af því að þeir hafi haft rangt fyrir sér allan tímann senda þeir talsmann bandarískra olíufélaga, herra George Bush upp í pontu til að hamra á því að Íran sé stórhættulegt og það eigi að berja þetta land niður. Þeir eru búnir að reyna að kalla hluta her þeirra hryðjuverkamenn, þeir eru búnir að segja að þeir láti íraska uppreisnarmenn fá vopn, meiri segja að þeir séu að búa til kjarnorkuvopn. En þá kemur ein spurning. Afhverju má þjóð eins og Bandaríkin eiga kjarnorkuvopn sem er einmitt eina þjóðinn í heiminum sem hefur notað kjarnorkuvopn? Ætti ekki alþjóðasamfélagið að krefjast þess að Bandaríkjamenn gæfi upp sín kjarnorkuvopn áður en þeir fari að skamma aðrar þjóðir fyrir að þær reyni að ná sér í þau.


mbl.is „Mikill sigur fyrir Írana"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnum hann!

Það ætti að vera sérákvæði í íslenskum lögum fyrir svona hálfvita þar sem mæti allt að þrefalda refsirammann.


mbl.is Huldi númerið og ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu Steingrímur!

Stjórnarandstæðan er mjög mikilvæg til að halda uppi almennri gagnrýni á Alþingi Íslendinga. Þetta veit fólk vel en stundum er hægt líka að hrósa. Ég veit ekki hvenær það gerðist síðast að stjórnarandstæðan hrósaði ríkistjórninni fyrir vel unnið verk. En til að halda sig við málið, þá er það mikilvægt og skylda ríkistjórnarinnar að halda hérna uppi lágmarks vörnum hér á Íslandi. Ég veit það að við erum lítil þjóð sem á hugsanlega aldrei eftir að hafa not fyrir þetta, en það er mikilvægt að hafa eitthvað í stað ekki neins.


mbl.is Flugvélar vopnaðar í eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afríka eða Íran?

Nú held ég að Bandaríkjamenn ættu frekar að einbeita sér af Afríku heldur en Íran. Bandaríkjamenn fara inn í lönd til að frelsa borgara þeirra undan kúgun og vilja koma á lýðræði. Sómalía er einmitt það land sem þarf að fara inn í og bjarga tugi milljóna mann undan kúgun og dauða. Bandaríkjamenn fóru inn árið 1992 en fóru snemma aftur út vegna þess að bandarískur almenningur studdi ekki aðgerðinar. Nú mæli ég með að þeir fari aftur inn í Sómalíu eins og þeir fóru aftur inn í Írak.
mbl.is Vilja að fleiri hermenn verði sendir til Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU ÍSLAND

Til hamingju kæru íslendingar. Ég vil bara endilega óska því fólki sem stóð að þessum undirbúningi hamingjuóskir og nú er tímbært að Íslendingar hrósi núverandi ríkisstjórn fyrir frábæran árangur í þessum málum. Þetta sýnir að einstaklingurinn er mikilvægur og á hann ekki að þurfa að vera háður öðrum.
mbl.is Tekjur maka skerði ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband