Fyrir hverju gengur tölvan þín?

Mér langar að vita, fyrir hverju heldur fólk að rafmagnstæki ganga? Eða úr hverju bílanir þeirra eru gerðir? Kannski töfrum? Hver veit, en ég held að þau gangi fyrir rafmagni. Rafmagn er einmitt framleitt hér á landi án þess að brenna olíu, kol eða gas. Þetta er með þeim hreinustu orkugjöfum sem við getum nýtt okkur fyrir utan sólar- og vindorku.

Við þurfum rafmagn til að geta lifað á 21 öldinni og við þurfum ál til að geta komist til vinnuna, flogið til London eða jafnvel bara til að grilla kartöflur. Hvar eigum við að framleiða þetta ál? Kannski í Miðbaugs-Geníu, þar sem brennt yrði olía eða kol til að framleiða álið og myndi menga mun meira heldur en að gera það hér.

Við eigum að nýta þessa hreinu orku eins mikið og við getum og taka þar með þátt í því að minka mengun í heiminum. Hvernig þætti Hvergerðingum ef við myndum bara planta kannski einu stykki kolaveri í staðinn þarna til að framleiða rafmagn? Jú auðvitað myndi fólk mótmæla og myndi ég standa fremstur í flokki, en við erum að tala um hveralykt, ekki kolareyk. Það er ákveðinn fórnarkostnaður sem þarf að fylgja hreinni orku, og þetta er því miður einn af þeim, hveralykt. 

Stundum finnst mér eins og fólk sé umhverfissinnar í sínum eigin garði. Það má ekki skíta í okkar garð, en við megum skíta í alla hina garðana.

 

 


mbl.is NSS leggjast gegn áformum um Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsakið en, hefur þú heyrt af því að Alcoa eða Alcan séu bara hreinlega hættir að byggja Álver í öðrum löndum sem þurfa að knýja sín álver með kolum eða olíu?  Held nú síður.  Eigum við líka ekki bara fyrst við erum að þessu að hætta að hugsa um allt fólkið sem virkilega þarfnast atvinnu já eins og til dæmis í Afríku og hirða af þeim öll störf? 

Nú eru flugfélöf á borð við Boeing að búa til flugvélar úr trefjaplasti, það nefninlega er svo skrítið að það er alltaf verið að reyna að þróa og finna önnur og ný efni til að taka við af gömlum og ekki svo viðhaldsfríium efnum.   

Það er alltaf sömurökin hjá Ál og virkjunar sinnum....

Það er ekki verið að virkja Bitruvirkjun til að búa til rafmagn fyrir tölvur eða rafmagnsgítar eða ljósin í bænum heldur mengandi álver.  

Meiri hluti þeirra sem búa nálægt þessu verðandi stórslysi er á móti þessu, eiga þau ekki að fá að hafa neitt um þetta að segja?  Eða er þetta kannski einkamál? Maður bara spyr 

Steinn (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:53

2 identicon

Er ekki alveg í lagi? Er þetta hrein orka? Það held ég nú ekki. Spúandi varmavirkjun blæs miklu magni af spillandi efnum út í andrúmsloftið, er þá fyrst að nefna brennisteinsvetni. Eftir að Hellisheiðavirkjun var ræst hefur magn brennisteinsvetni margfaldast í Reykjavík og á sumum dögum fer það yfir leyfilegt magn. Ég bý í Hveragerði og verð að segja að þetta sem þú sagðir um Hvergerðinga er ekkert annað er fáfræði að þínu hálfu og það er best fyrir þig að kynna þér málin áður en þú slengir svona löguðu fram. Ég er ekki á móti framfærum, en við skulum horfa á heildarmyndina.

Þóður Möller (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 301

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband