28.4.2008 | 01:47
Óvirðing í garð lögreglumanna!
Undafarna daga hefur verið mikil umræða um viðbrögð lögreglunar vegna mótmælaaðgerða atvinnubílstjóra.
Ég hef tekið eftir því, sérstaklega hér á moggablogginu, hversi lítil sem engin virðing er borin fyrir hinu erfiða starfi að vera lögreglumaður. Fólk talar um þá eins og þetta séu vélmenni sem hlíða skipunum frá hinum illa Dr. Birni Bjarnasyni.
Varðandi aðgerðir lögreglunar, þá var lögreglan margbúinn að vara fólk við, og tilkynna þeim um að þetta væru ólöglegar aðgerðir. Atvinnubílstjórar ásamt ölvuðum framhaldsskólanemum sem hentu eggjum og grjóti í lögregluþjóna máttu alveg búast við þessum aðgerðum. Það er eins og fólk nái ekki því að það var verið að fremja lögbrot, og er markmið lögreglunar að halda uppi lögum og reglu.
Mótmæli og ofbeldi fara ekki saman. Hvað ef Gandhi hefði tekið upp á því í saltgöngunni að lemja af og til breska hermenn. Ég held að sú ganga hefði ekki verið löng. Gandhi náði árángri vegna þess að hann stundaði friðsamleg mótmæli. Ef Gandhi náði að gera Indland að sjálfstæðu ríki með friðsamlegum mótmælum þá ættu atvinnubílstjórar ekki að eiga erfitt með að ná sínum, sem eru aðeins minni.
Atvinnubílstjórar kvarta mikið undan því að Alþingi hlusti ekki á þá. En vandamálið er að það hlustar enginn á menn sem fremja lögbrot. Hvernig væri að byrja mómælin á því að skrifa um vandamálið og svo vinna sig áfram, ekki byrja á öfugum enda.
En svo er einmitt málið, hverju eru bílstjórar að mótmæla?
Jú, númer 1. Hátt eldsneytisverð
Því miður getur ríkisstjórnin gert lítið í því að heimsmarkaðsverð á olíu hafi hækkað svona mikið undanfarið ár. Skattalækkanir á eldsneyti er eitt af því sem atvinnubílstjórar vilja gera, en þá er það vandamálið. Skattar á eldsneyti eru settir á vegna þess að þeir sem kaupa bensín aka á vegum landsins, og þessir vegir eyðileggjast. Það þarf að viðhalda þessum vegum, og þá eru notaðir peningarnir úr bensínskattinum til að greiða þær viðgerðir og viðbætur á þjóðvegum landsins. Ef þessi skattur verði lækkaður eða afnuminn, hvar eiga peningarnir að koma þá?
Númer 2. Hvíldartíminn
Hvíldartímareglunar koma beint frá Evrópusambandinu, og þar sem við erum aðilar að EES þá tökum við upp nokkrar reglugerðir þaðan. Þessi regla er sett bæði atvinnubílstjórum og almenningi til varnaðar þar sem það er mjög hættulegt ef bílstjóri sofni við stýrið að sökum þreytu. Nú krefjast atvinnubílstjórar að í fyrsta skipti í sögu landsins eigum við að kalla saman EFTA dómstól og biðja um undanþágu á reglunni.
Númer 3. Þungaskattur
Atvinunbílstjórar vilja afnema þungaskattinn. Þá kemur annað vandamál. Við búum í ágætlega sanngjörnu samfélagi, þar sem þú berð ábyrgð á því sem þú gerir, og það er einmitt það sem þungaskatturinn gerir. Hann er notaður til að gera við vegi sem eyðileggjast að sökum þungra ökutækja.
Auðvitað er hægt að bæta margt, en að afnema allt gengur ekki. Ég er þó sammála að það mætti fjölga stöðum þar sem bílstjórar geti stoppað bíla sína og hugsanlega skruppið á klósettið, þetta gæti líka verið notað af almenningi og ferðamönnum um allt land.
Um bloggið
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grundavallarreglan er sú, að ef þú berð ekki virðingu þá verðskuldar þú ekki virðingu.
Glanni (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 02:27
tja ef blessaðir þingmenn okkar notuðu þessa svokölluðu vega peninga i vegina þá væru allir vegir á íslandi tvöfaldir og lagðir alvöruslitlagi og þyldu þá umferð sem um þá fer. Því miður er svo að menn þurfa að ávinna sér virðingu hun er ekkert sjálfgefin með því að fara í búning og bera virðulega hufu.
Einnig mætti nú lögreglan nota aðferðir við hæfi en ekki láta eins og þetta sé blóðidrifið norður írland.
Sigurður Kristjánsson, 17.5.2008 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.