Mótmæli og barsmíðar fara ekki saman!

Skemmtilegt var að sjá þegar mótmæli vörubílstjóra hófust að við Íslendingar gætum mótmælt almennilega. Fólk, jafnvel það sem varð fyrir töfum vegna aðgerða vörubílstjóra stóðu heilshugar bakvið þá. En svo kom vandamál, málstaðurinn sem þeir voru að mótmæla var ekki alveg á hreinu, þetta var bensínverð, hvíldartími og fleira. Það er ekki ríkisstjórninni að kenna að heimsmarkaðsverð á olíu hafi aldrei verið jafn hátt, og það sem margir átta sig ekki á varðandi hvíldartímareglur vörubílstjóra er að þetta eru reglur sem koma frá Evrópusambandinu og þar sem við erum aðilar að EES tökum við upp ansi margar reglugerðir þaðan. Nú varð illt í efni, vörubílstjórar voru að gelta á ranga menn, þeir áttu að gelta á þá einstaklinga sem bera ábyrgð á hækkun heimsmarkaðsverðs á oliu.

Róaðist nú allt niður í smá tíma, en þá kom sprengjan. Blóð lak við Rauðavatn. Vörubílstjórar ásamt nokkrum æstum og ölvuðum framhaldsskólanemum mótmæla. Lögreglan ákveður að fara eftir lögum landsins og stöðva mótmælin og koma reglu aftur á. Ekki ætla ég að deila um hversu hörð viðbrögð lögreglunar voru, en ég ætla þó að segja að lögreglunni ber að halda uppi lögum og reglu hér á landi og það voru þeir að gera. Við megum ekki gleyma að lögreglumenn eru í erfiðu starfi og finnst mér persónulega fólk ekki kunna meta starf þeirra. Þetta eru mennirnir sem halda mér og þér öruggum hér á landi. Ekki bætti grjót- og eggjakast, því lögreglumaður særðist.

Nú síðast í dag er ráðist á lögregluþjón þegar afhenda átti bílana, Sturla neitar að þekkja manninn en veit þó að maðurinn sé slæmur í hnéinu. Ekki nóg með að fólk beiti ofbeldi, þá eru menn að senda dómsmálaráðherra okkar hótunarbréf. Ég tel að öll samúð sem fólk hafði með þessum ágæta hóp manna sé farinn og vona ég að þeir fari nú að taka sig saman í andlitinu og fari að ræða þetta á málefnalegum grunni í stað þess að kasta hnefum.

Til að koma með dæmi um ómálefnaleg ummæli þá eru það ummæli Sturlu í fréttum RÚV þar sem hann segir: Þetta fólk niðrá þingi á að vinna vinnuna sína, það á að vinna fyrir mig og þig en ekki vera niðrí Afganistan eða einhverstaðar í rassgati.

Ég segi, hvernig væri að þig færuð að haga ykkur eins og menn en ekki börn, það á ekki að lemja lögregluþjóna.


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlaut að koma að því að vel gefinn einstaklingur myndi tjá sig um þetta mál á opinberum vettvangi. Stór hluti bloggfærslna um þetta mál á þessum vef er að mínu mati sérstakur á margan hátt.

Ég fagna því að þú hafir sett þessa atburðarrás í hlutlausa grein. Er algjörlega sammála þér með allt sem hér kemur fram.

Þetta er komið úr böndunum af hálfu mótmælenda. Finnst líka illa vegið að lögreglunni sem er að vinna vinnuna sína. Ég vona að þetta sé ekki framtíðin. Að allir séu "rebel" eingöngu til þess að fá smá adrenalínflæði af stað og kynda undir þessi illindi. Nú eru menn, konur og jafnvel börn að blanda sér í þetta sem hafa engan áhuga á málefninu.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 277

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband