14.4.2009 | 21:56
Gott framtak!
Ég er ánægður með þetta fólk. Að nýta það sem stendur autt og er ekki í notkun. En ég verð hinsvegar að segja að það á ekki að berjast gegn því að eigandinn geri það sem hann vill við húsið. Það er nefnilega til svolítið sem kallast eignarréttur og fólk má nýta þann rétt eins og það vill.
Ef ég á bíl og ákveð að sprauta hann bleikann þá er það mitt mál, það er ekki annara að segja þér til hvað sé ljótt eða fallegt.
Götuvirki hústökufólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir gæjar trúa ekki á eignarréttinn. Þeir auglýstu það vel á húsinu.
'68 kynslóðin hafði sína hippa, við höfum þessa gaura. Fylgstu með þeim, rabbaðu við þá. Segðu barnabörnunum frá þeim.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2009 kl. 22:03
Hvílíkt hyski sem að þessu stendur, vona að lögreglan berji harkalega á þessum ruslaralýð. Iðjuleysingjar og almennir aumingjar, sjáið myndskeið. Styður það sem maður segir, algjört ruslarapakk. Forsprakkinn er Haukur, sonur Evu, meira hyski fyrirfinnst ekki. Senda þetta lið til Kristjaníu með fyrsta flugi.
Baldur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:20
Bjartmar: hver á götumyndina? Hver á borgina? Hver á umhverfið sem við búum í??
Eiga stórkapitalistar að fá að ráða því hvernig miðborgin lítur út? Láta húsin grotna niður til að fá ða rífa þau? Hámarka gróðann á lóðabraski og byggja rándýrar lúxusíbúðir (sem líka standa auðar!) og sálarlausar verslunarmiðstöðvar?Fyrir utan nú það að þeir eru á hausnum og allar framkvæmdir sem voru á annað borð leyfðar eru nú stopp!
Ne, peningamennirnir eiga ekki borgina, þó svo þeir múti stjónmálamönnum!
Einar Karl, 14.4.2009 kl. 22:50
Sæll Einar Karl
Það er því miður þannig að það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt. Það eru hugsanlega margir sem eru ekki sáttir við að sjá eingöngu gömul hús í miðbænum. Við getum samt verið sammála um það að falleg hús eigi að standa, en ef enginn er tilbúinn að borga þann pening sem kostar að byggja það upp þá á sá kostnaður ekki að lenda á skattborgurum. Kannski ert þú tilbúinn að kaupa þetta hús og borga þann gífurlega kostnað sem kostar að gera það upp? Ferð þú aldrei í kringluna og smáralind, svokallaðar sálarlausu verslunarmiðstöðvarar?
Það sem ég er að reyna segja er að það á enginn að getað hótað þér með mótmælum og jafnvel ofbeldi að rífa öspina úr garðinum þínum vegna þess að þeim finnst það ekki passa í umhverfið og krefjast þess að þú setir birki í staðinn.
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 14.4.2009 kl. 23:18
Bjartmar, ég held nú að við séum sammála um margt. Við myndum ekki vilja að menn kaupi upp allar aspirnar, sagi þær niður og byggi sjálfsalaklósett, til að græða meira en á öspum, sem enginn græðir á!
Það sem ég er að segja að það þarf að hafa hemil á peningamönnunum svo gróðasjónarmið þeirra ráði því ekki eingöngu hvernig borgin okkar líti út.
Einar Karl, 15.4.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.