Villandi frétt!

Því miður hefur blaðamaður mbl.is eitthvað miskilið þýðinguna á ensku fréttinni sem hann var að þýða. Guantanamo Bay Naval base þýðir ekki Guantanamo-fangabúðirnar. Þetta er herstöð sem bandaríski sjóherinn hefur rekið síðan 1898 á 116 ferkílómetrasvæði á Kúbu. Fangelsið er eingöngu örlítill partur af þessari herstöð.

Ég ætla að leyfa mér að stór efast um að fjölmiðlafulltrúi ungfrú alheims sé það heimskur að leyfa ungfrú alheimi að heimsækja fangelsið sjálft og segja svo að fangabúðirnar hafi verið fallegar.

Þetta er enn eitt dæmið um hvernig blaðamenn geta tekið hluti úr samhengi og búið til frétt úr engu.

Hvernig væri að mbl.is færi að einbeita sér að fjalla um fréttir sem séu mikilvægar í staðinn fyrir þetta.


mbl.is Ungfrú alheimur hrifin af Guantánamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki er auðvelt að fá mig til að tortryggja fréttir af heimsku bandarískra fjölmiðla. Þessi frétt er hinsvegar svo afkáralega ótrúverðug að það ætti engum manni að dyljast að í henni er ekki allt sem sýnist. Og einmitt þetta að nokkur fjölmiðlafulltrúi fegurðardrottningar auglýsi hana sem aðdáanda eins illræmdasta fangelsis heims í fréttum seinni ára, dæmir þessa frétt úr leik í mínum huga.

Árni Gunnarsson, 31.3.2009 kl. 21:44

2 identicon

Ég hef aldrei getað skilið það hvað fær ungar stúlkur til að stipplast á nærfötum fyrir framan fullt af fólki. Mér finnst það alltaf jafn furðulegt, hvers vegna vill einhver labba fyrir framan einhver og láta skoða sig eins og hund á hunda sýningu? Ég gleymi því ekki í einhverjum dýralífsþætti á Skjá 1 þá var viðtal við Aönnu Birnu fegurðardrottningu sem var við þetta tækifæri að sýna týkina sína. Þulurinn spurði hana hvort hún hefði sett hundinn eða týkina á sýningu, en þá svaraði Anna Birna ,,nei veistu ég vill ekki láta tíkina á sýningu, af því ég vill að hún haldi sínum karakter" Ég sprakk úr hlátri, svo fer hún sjálf og sýnir sjálfa sig, ætli hún hafi ekkert tapað karakternum sínum á þessum fegurðarsýningum öllum?

Valsól (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:52

3 identicon

Hvaðan hefurðu heimildir fyrir því að þetta hafi verið Naval base??

Ég var að googla þetta og finn einungis fréttir sem segja frá því að hún hafi heimsótt fangabúðirnar.

linkur á New York Times

http://thelede.blogs.nytimes.com/2009/03/30/miss-universe-visits-guantanamo/

kv Friðrik

Friðrik Svanur Sigurðarson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Sæll Friðrik

Hérna er stuttur partur úr fréttinni sem birtist á heimasíðusvæði New York Times

That glowing account of Ms. Mendoza’s visit to the U.S. Naval Station at Guantánamo Bay is unlikely to please Hugo Chavez, her country’s president. Mr. Chavez, who reportedly called Ms. Mendoza to congratulate her when she won the Miss Universe crown last year, recently called on the United States to “return Guantánamo and Guantánamo Bay to the Cubans” after closing the detention facility there.

Ég stækkaði orðin sem ég nota sem mína heimild.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 31.3.2009 kl. 22:06

5 identicon

Engu að síður.... tek undir síðustu setninguna í þessu bloggi.

"Hvernig væri að mbl.is færi að einbeita sér að fjalla um fréttir sem séu mikilvægar í staðinn fyrir þetta."

Þetta á einnig við aðra fjölmiðla. Komið nóg af kjaftæði um einhverjar dúkkur sem öllum er sama um. Það þarf að fara að fjalla um það sem máli skiptir og segja hlutina eins og þeir eru, en ekki eins og rétt þykir að matreiða þá til þess að þeir falli í kramið hjá pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni!

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:21

6 identicon

We visited the Detainees camps and we saw the jails, where they shower, how the recreate themselves with movies, classes of art, books. It was very interesting.

Orðrétt upp úr bloggi fröken Mendoza, sem NYT vitnar í.

Bárður (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband