Voru það ekki VG sem vildu herinn burt?

Ég veit að við Íslendingar erum með mjög stutt minni, en voru það ekki VG sem kröfðust þess að Bandaríkjamenn yfirgáfu landið. En það sem þeir gleymdu að átta sig á að þessu rúmlega 800 störf myndu líka fara með þeim. Núna voga þeir sér að gagngrýna ríkisstjórnina fyrir að vera ekki með allt á hreinu varðandi uppbyggingu vallarins. Fólk verður líka að átta sig á því að hæðsta boðið er ekki alltaf það besta, heldur er það hugmyndin bak við tilboðið sem gerir það að góðu tilboði, það er að segja, hvað á að gera við svæðið og hvernig á það að byggjast upp. Ég ætla að leyfa mér að efast um að ríkið hafi selt þessar eignir langt undir verði, en ég verð því miður að vera sammála VG varðandi það að það eigi að skoða þessi mál, þar sem við vorum nú ekki með bestu reynslu af sölu bankanna.
mbl.is Fleiri störf en hjá varnarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegur, held að það sé verið að draga umræðuna frá því sem menn voru að fara af stað með. Hvort íslendingar eigi að vera í NATO eða ekki kemur þessu máli bara ekkert við, ekki neitt. Það sem menn eru að ræða er hvers vegna þetta mál fór á þennan veg. Það er verið að selja þarna skemmur, íbúðarhusnæði og annað langt langt undir markaðsvirði. Það hefði ekki nokkur fasteignasali hagað sér svona við söluna á þessum mannvirkjum. Það leyfi ég mér að fullyrða.

 Hver segir að þessi leið sem var farinn sé sú besta? Vita menn eitthvað hvað annað var í spilunum? Það er lítið út úr fundargerðum Kadeco að hafa, mér sýndist um daginn þegar ég fór inn á síðuna hjá þeim að þar hefði verið hætt að setja inn fundargerðir í apríl sl. fyrir rúmu hálfu ári. Hvað gerðist? Frusu loppurnar á ritara stjórnar?

Finnst mönnum það 100% eðlilegt að stór hluti eignanna sé seldur fólki sem er tengdur þeim sem hafa umsjón með sölunni? er ekki sjálfsagt mál að skoða það ofan í kjölinn og fá svör?

Árni Sigfússon er bæði í stjórn Kadeco og Keilis. Keilir keypti af Kadeco. Er það eðlilegt? Ef svo er, þá er það ok. ef ekki þarf að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur.

 Menn ræða mikið um samgöngur til vestmannaeyja, eða öllu heldur skort á þeim. ef það er rétt sem menn halda fram að sala eignanna sé mörgum milljörðum undir markaðsvirði, þá hefði verið hægt að nota mismuninn til að kaupa nýtt og fullkomið skip, bara fyrir mismuninn!!!! Af hverju má ekki fara yfir þessi mál, og skoða hvernig þessu öllu saman var hátta? Menn hafa á Alþingi verið að byrsta sig yfir minni málum en þetta, hvort fólk eigi að heita stjóri eða stýra, hvort börnin á fæðingadeildinni eigi að vera klædd í bleikt, blátt eða hvítt. Er ekki kominn tími til að menn fari að fækka inniskónum frammi á gangi, bretta upp ermar og vinna vinnuna sína?

Jói (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Sæll Jói

Eins og ég sagði í færslunni að ofan er ég sammála því að það eigi að skoða þetta mál. En það sem ég er ekki sammála er að VG segji á Alþingi að þegar herinn var að yfirgefa svæðið unnu 800 manns en núna vinna bara 400 manns, afhverju getum við Íslendingar ekki veitt meiri atvinnu á þessu svæði ef kaninn gat það. Þessi orð er ég að gagnrýna, að þeir taka burt atvinnu af fólki en spyrja svo afhverju það er ekki vinna fyrir það!

Varðandi nýtt skip til Vestmannaeyja, þá verð ég að segja þér eitt, umræðan um skip til Vestmannaeyja er eitt af þessum minni málum, hvað þá göng. Við eigum frekar að einbeita okkur að samgönguuppbótum þar sem fólksfjöldinn er og þar sem þetta er notað af 150.000 manns en ekki 5000 manns. Hvar er Sundabrautinn spyr ég, mislæg gatnamót á Bústaðarveg og Reykjanesbraut eða Öskjuhlíðargöng? Við skulum ganga fyrst frá málum sem eru mikilvæg og svo getum við farið að leika okkur í skipaleik.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 6.12.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband