13.4.2009 | 18:00
Hvenær verða sett lög um opið bókhald flokkanna!
Mér finnst alveg furðulegt að stjórnmálaflokkur sem þiggur tugi milljóna frá ríkinu þurfi ekki að vera með opið bókhald! Hvað er eiginlega vandamálið? Skammast fyrirtæki sín svona rosalega að þeir vilji ekki láta gefa upp hvaða flokk þau styrkja? Gerum frekar bara eitt, bönnum fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka. Eru flokkarnir ekki að fá nægan pening frá ríkinu til að halda sér á þingi ár eftir ár?
Og eitt þar, afhvejru getur Alþingi ákveðið hversu miklu fjármagni er veitt til þeirra sjálfra? Það þarf kjaradóm til að ákveða laun þingmanna en þegar það á að dæla peningum í flokkanna þeirra þá er það minnsta mál. Afhverju hafa þeir vald til að gefa sjálfum sér pening ?
Framsókn opnar bókhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 17:52
Megum við þá ekki kjósa um það?
Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.3.2009 | 23:31
Einu sinni þjófur, ávalt þjófur!
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Það er alveg makalaust að hugsa til baka og ýminda sér þegar Björgjúlfur Guðmundsson var byrjaður að gefa út bók þar sem átti að sverja hann af öllum syndum sínum í Hafskipamálinu.
Hann var svo nálægt því að hafa lagað orðsprorið sitt með peningum.
Samson greiddi fé til Tortola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 23:25
Gott að vita hugsunarhátt Bjarna!
Bjarni sagði augljóst, að menn myndu á endanum finna leiðir framhjá þessum nýju reglum alveg eins og menn fundu leiðir fram hjá reglunum, sem Seðlabankinn setti í desember. Hættan væri sú að menn fari stöðugt lengra og lengra í gjaldeyriseftirlit.
Það er gaman að vita hver þankagangur hans Bjarna er. Mér finnst líka frábært að þegar hann segir að það sé hættulegt að menn fari stöðugt lengra í gjadleyriseftirlit. Bjarni minn, það er einmitt það sem vantaði öll þessi ár, EFTIRLIT! Er það hættulegt? Viltu að menn gleymi bara þessu bankahruni og byggi nýjan efnahag nákvæmlega eins og þann síðasta? Það verður gaman að sjá hann Bjarna minn reyna sína fram á að við Íslendingar eigum að kjósa hann.
Sér ekki á svörtu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2009 | 22:58
Útrásavíkingarnir halda áfram að ræna og rubla!
Það er eins og viðskiptalíf Íslands sé með mastersgráðu í að beygja lög og reglur. Þó allt sé í logandi rústum tekst þeim samt að græða peninga. Ég mæli með að það verði gerð full rannsókn á þessum málum og menn látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Gjaldeyrishöftin í rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 22:53
Þetta borgar sig margfalt til baka!
Gaman er að heyra fólk tala um hversu "fáránlega" há laun hún Eva okkar er að fá fyrir rannsóknarstarf sitt. Þessar 8000 evrur er ekki nein fjárhæð til þess að fá einn hæfasta saksóknara í Evrópu til að rannsaka þjófa sem hafa kostað okkur hundruðu milljarða, ónýtt efnahagslíf, atvinnuleysi og ónýtan gjaldmiðil.
Við ættum að eyða hundraðfalt meira til að koma þessum "hetjum efnahagslífsins" bakvið lás og slá!
Ég hvet hvern og einn sem telur að þetta sé of há laun tjái sig hér fyrir neðan og komi með einhver rök fyrir því að við ættum ekki að borga henni þessi laun!
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 22:18
Verða endurskoðuð áfengiskaup?
Það væri gaman að vita hvort það verði skorið niður í áfengiskaupum fyrir borgarstjórnarmeðlimi? Eða er það ein af "grunnþjónustum" Reykjavíkurborgar? Mér þætti gaman að sjá ákvörðun um að Reykjavíkurborg kaupi ekkert áfengi þangað til efnhagsmálin lagist hér á landi.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 22:02
Það hlítur að vera ástæða fyrir þessum lögum?
Gaman að heyra Friðrik J Arngrímsson fagni þessum reglum. En það hlítur að vera ástæða fyrir því að þessi lög séu sett? Það hljóta einhverjir aðilar verið að stunda viðskipti á þessum tvöfalda gjaldeyrismarkaði, og þeir aðilar hljóta að verið nokkrir innan LÍÚ þar sem stunduðu þau viðskipti.
Ótrlúlegt að hvað við leyfum helstu iðngrein íslendinga í dag að komast upp með, við ættum að læra eitthvað af reynslu okkar á yfirmönnum bankana og vonandi kennir hún okkur að leyfa ekki yfirmönnum fiskveiði- og fiskvinnslufyrirtækja að komast upp með sömu siðferðisblindu.
Mikilvægt að sömu reglur gildi fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 04:47
Mistökin voru spilling!
Gaman að heyra loksins góðan mann viðurkenna mistök sín. En þetta er bara aðeins of seint. Hvað varð um rannsóknina á einkavæðingu bankana? Afhverju gat fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri tengst kaupum eins ríkisbankana án þess að nokkur athugasemd hafi verið gerð við það? Hvað varð um rannsóknina á dularfulla þýska bankanum sem stóð bakvið kaupin á Búnaðarbankanum? Afhverju var ekki greitt fullt verð fyrir bankann? Þetta eru allt spurningar sem á eftir að svara.
Þó svo nokkrir fjölmiðlar hafi fjallað um þessi mál, þá er eins og stjórnmálamenn geti bara ýtt þessum málum frá sér á einhvern furðulegan hátt með að fara tala um eitthvað annað.
Ég er frekar raunsær og ég stórefast um að við eigum eftir að fá svör við þessum og fjölmörgum öðrum spurningum varðandi byrjun þessa hruns.
Gaman að sjá að Geir viðurkenndi að 90% húsnæðislán hefðu verið mistök. En ég held að verstu mistökin hafi átt sér stað þegar bankarnir fóru að veita lán á húsnæðismarkaðnum. Fólk fór að endurfjármagna lán sín á húsnæði sínu og ná lausaféi úr fasteignum sínum og skapaði þetta gífurleg þennsluáhrif. Auðvitað er þetta frelsi markaðisins og á þetta að vera í fínu lagi. En man enginn eftir umræðunni þegar bankarnir vildu leggja niður íbúðarlánasjóð vegna samkeppnis? Hvar væri meirihlutar þjóðinnar án þeirrar stofnunar í dag.
En loksins 6 mánuðum seinna býður maðurinn okkur afsökunar, en ég ætla bara ekki að taka við þessari afsökunarbeiðni þar sem ég og börnin mín, jafnvel barnabörn verða að borga fyrir mistökin hans og hans samstarfsaðila.
Mistök gerð við einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Því miður hefur blaðamaður mbl.is eitthvað miskilið þýðinguna á ensku fréttinni sem hann var að þýða. Guantanamo Bay Naval base þýðir ekki Guantanamo-fangabúðirnar. Þetta er herstöð sem bandaríski sjóherinn hefur rekið síðan 1898 á 116 ferkílómetrasvæði á Kúbu. Fangelsið er eingöngu örlítill partur af þessari herstöð.
Ég ætla að leyfa mér að stór efast um að fjölmiðlafulltrúi ungfrú alheims sé það heimskur að leyfa ungfrú alheimi að heimsækja fangelsið sjálft og segja svo að fangabúðirnar hafi verið fallegar.
Þetta er enn eitt dæmið um hvernig blaðamenn geta tekið hluti úr samhengi og búið til frétt úr engu.
Hvernig væri að mbl.is færi að einbeita sér að fjalla um fréttir sem séu mikilvægar í staðinn fyrir þetta.