Auðvelt að kasta steini úr glerbúri!

Ég veit ekki betur en krónan hafi hrunið meira en 16% í tíð Sjálfstæðisflokksins. Ég ætla þó ekki að verja það aðgerðarleysi sem ný stjórn ber ábyrgð á.

Mér langar að vita hversu langt þarf krónan að fara til að Steingrímur telji það nauðsynlegt að grípa inn í? Þegar botninum er náð hversu mörg heimili og fyrirtæki verða orðin gjaldþrota? Auðvitað eigum við að fara varlega en það er þörf á breytingum og það strax.


mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er það stórkostlegt að einu svörin sem Steingrímur J hefur þessa dagana er að segja að sjallar hafi verið verri.  Hann getur aldrei komið með lausnir heldur alltaf er svarið "þið voruð verri"

Kristinn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:37

2 identicon

Ísland hefur ekki bolmagn til að verja krónuna og enginn hefur minnstu trú á henni meðan gjaldeyrishöftin eru til staðar, þess vegna mun hún bara halda áfram að síga. Stjórnmálamennirnir vilja bara ekki viðurkenna það því þá er krónan endanlega dauðadæmd.

Það eina sem hægt er að gera er að bíta í skjaldarrendur, létta af öllum gjaldeyrishöftunum, taka höggið og bara vona að það verði ekki náðarhögg.

Gulli (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:42

3 identicon

Krónan fer að nálgast það verð sem hún kostar í útlöndum.

Allt skráð gengi undir því verði er niðurgreitt af viðkomandi ríki, í okkar tilfelli seðlabankanum. :)

Því miður ekkert sem við getum gert í því nema að niðurgreiða þangað til IMF lánið klárast.

Sigmar S. (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband