Mistökin voru spilling!

Gaman að heyra loksins góðan mann viðurkenna mistök sín. En þetta er bara aðeins of seint. Hvað varð um rannsóknina á einkavæðingu bankana? Afhverju gat fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri tengst kaupum eins ríkisbankana án þess að nokkur athugasemd hafi verið gerð við það? Hvað varð um rannsóknina á dularfulla þýska bankanum sem stóð bakvið kaupin á Búnaðarbankanum? Afhverju var ekki greitt fullt verð fyrir bankann? Þetta eru allt spurningar sem á eftir að svara. 

Þó svo nokkrir fjölmiðlar hafi fjallað um þessi mál, þá er eins og stjórnmálamenn geti bara ýtt þessum málum frá sér á einhvern furðulegan hátt með að fara tala um eitthvað annað.

Ég er frekar raunsær og ég stórefast um að við eigum eftir að fá svör við þessum og fjölmörgum öðrum spurningum varðandi byrjun þessa hruns.

Gaman að sjá að Geir viðurkenndi að 90% húsnæðislán hefðu verið mistök. En ég held að verstu mistökin hafi átt sér stað þegar bankarnir fóru að veita lán á húsnæðismarkaðnum. Fólk fór að endurfjármagna lán sín á húsnæði sínu og ná lausaféi úr fasteignum sínum og skapaði þetta gífurleg þennsluáhrif. Auðvitað er þetta frelsi markaðisins og á þetta að vera í fínu lagi. En man enginn eftir umræðunni þegar bankarnir vildu leggja niður íbúðarlánasjóð vegna samkeppnis? Hvar væri meirihlutar þjóðinnar án þeirrar stofnunar í dag.

En loksins 6 mánuðum seinna býður maðurinn okkur afsökunar, en ég ætla bara ekki að taka við þessari afsökunarbeiðni þar sem ég og börnin mín, jafnvel barnabörn verða að borga fyrir mistökin hans og hans samstarfsaðila.


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hélt fyrst að ég væri að lesa eitthvað eftir Krist endurborinn - einhvern sem aldrei gerði mistök - sá svo hrokann og mannfyrirlitninguna í textanum - jaðraði við Baldvin Jónsson -

nei fyrirgefðu - þetta var illa sagt - vona að þú fyrirgefir mér þennan samanburð

 Einhvernveginn finnst mér samt vanta að aðrir axli ábyrgð - Geir bað þjóðina afsökunar í gær - hvað er Framsókn ??? og Samfylkingin ???

Hvar er forseti landsins??? - Seðlabankinn - Fjármálaeftirlitið ????

Geir baðst afsökunar á ákvörðunum sem virtust réttar á sínum tíma en reyndurst svo ekki vera það þegar fram í sótti og hópur útrásarræningja með forsetann í broddi fylkingar misnotaði aðstöðu sína - aðstöðu sem að hluta til myndaðist vegna ónógra varnarmúra í löggjöfinni. Og þá er hann orðinn blóraböggullinn -

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 05:36

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Stefnumörkun um dreifða eignaraðild" ???

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.3.2009 kl. 06:38

3 identicon

Það er stórmerkilegt með hann Geir. Afsökun kom aldrei til barnana í Breiðuvík og ekki enn til fólksins í landinu. Hann baðst afsökunar á landsfundi flokksins,innan um sína félagsmenn en ekki til þjóðarinnar, efalaust hefur honum verið skipað að gera þetta. Hann er ekki hjartahlýr maður. MADE IN JAPAN??????

Einar Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Höfundur

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 277

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband